Umsóknir um styrki hjá Lýðheilsusjóð
Opnað verður fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð á nýrri heimasíðu lydheilsusjodur.is og verður auglýst síðar.

Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landslækni og lýðheilsu (41/2007) og reglugerð um lýðheilsusjóð (1260/2011).

Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum.  Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.

Til þess að sækja um í Lýðheilsusjóð er krafist innskráningar á þetta vefsvæði með því að stofna aðgang.  Skráning veitir umsækjanda gagnvirkan aðgang að umsóknarferli.

Vinsamlegast vistið eyðublöðin reglulega á meðan unnið er að umsókn.

Úthlutunarreglur Lýðheilsusjóðs má finna hér.

Auglýsing 2021.

Við mat á umsóknum er tekið tillit til nýsköpunargildis, fræðilegs bakgrunns og útbreiðslu verkefnis.


Leiðbeiningar


Umsóknareyðublaði er skipt í 5 skref:

  • Skref 1 - beðið er um grunnupplýsingar um umsækjanda.
  • Skref 2 - umsækjandi er beðinn um að gera nánari grein fyrir verkefninu. Mikilvægt að gefa greinargóðar og hnitmiðaðar upplýsingar.
  • Skref 3 - á við um umsóknir til rannsókna.
  • Skref 4 - beðið er um upplýsingar um fjármögnun og kostnaðaráætlun.
  • Skref 5 - beðið er um upplýsingar um reynslu auk þess sem umsækjanda er gefinn kostur á að senda inn viðbótargögn, s.s. myndir, samninga, ársreikninga, ferilskrá o.fl.
Í hverju skrefi er mögulegt að vista eyðublaðið og nálgast það svo síðar í gegnum vefinn og halda áfram við útfyllingu þess. Einnig geta umsækjendur boðið öðrum að koma að vinnslu umsóknarinnar með því að senda á þá slóðina eða notendanafn og lykilorð s.s. ef fleiri en einn eru að sækja um sameiginlega eða ef umsækjandi vill fá aðstoð ráðgjafa við útfærslu verkefna.

Umsækjendur að styrkjasíðu Lýðheilsusjóðs fá aðgang að læstu svæði. Þar eru birtar allar umsóknir og viðbótargögn sem umsækjandi sendir inn. Einnig birtast þar upplýsingar um stöðu umsóknarinnar, tölvupóstsamskipti við verkefnisstjóra og síðan svar við umsókninni sem sent er með tölvupósti. Í framhaldinu er hægt að nota þetta svæði til að halda utan um áframhaldandi samskipti vegna verkefnisins.  Þar koma þá fram upplýsingar varðandi verkáætlanir, framvindu- og lokaskýrslur auk annars sem kemur að handleiðslu við vinnslu verkefnisins.

Umsækjendur eru hvattir til að athuga rusl möppur sínar því póstur úr kerfinu gæti lent þar. Æskilegt er að merkja póst sem öruggan sem kemur úr kerfi Lýðheilsusjóðs.
 
Spurt og svarað
  • Vandamál koma upp við að fylla út umsóknir í Internet Explorer vafranum, þ.e. umsóknin frýs.  Við mælum með að Firefox vafrinn sé notaður í staðinn.
  • Notandi hefur vistað umsókn og fengið hlekk sendan til sín í tölvupósti eða inn á sitt svæði.  Þegar smellt er á hlekkinn í tölvupóstinum birtist ekki umsóknin.   Ástæðan getur verið sú að sum tölvupóstforrit skipta hlekknum í tvennt.  Það þarf því að afrita allan hlekkinn í vafrann og þá opnast umsóknareyðublaðið rétt.
  • Tölvupóstur skilar sér ekki til umsækjanda með umsókn eða notendanafni.   Umsóknin er send á það netfang sem slegið er inn.  Ef villa er í netfanginu eða vitlaust netfang slegið inn þá skilar pósturinn sér ekki.  Sendið póst á Lýðheilsusjóð með upplýsingum um hvenær umsóknin var fyllt inn og um hvað var sótt svo hægt sé að endurheimta umsóknina.
Við viljum gjarnan heyra hvernig notendum líkar umsóknarkerfið okkar.  Vinsamlega sendið okkur ykkar skoðanir og athugasemdir á lydheilsusjodur@landlaeknir.is. Ábendingarnar notum við til að þróa kerfið í takt við óskir notenda. 
idegaTheme